Brjóst Heiðrúnar sprakk vegna sýkingar

Heiðrún Teitsdóttir er 26 ára og eignaðist sitt fyrsta barn 1. nóvember síðastliðinn. Allt gekk vel til að byrja með en þó var eitthvað vesen með brjóstagjöfina: „Ég var að framleiða alltof mikla mjólk svo sonur minn gat ekki klárað mjólkina, sem varð til þess að ég fór að fá stíflur,“ sagði Heiðrún í spjalli við mig á dögunum.

 

ATH: Myndir neðar í viðtalinu eru ekki fyrir börn og viðkvæmar sálir 

Margar ástæður geta verið fyrir því að konur fái stíflur í brjóstin á meðan á brjóstagjöf stendur og samkvæmt brjostagjof.is eru þessar ástæður algengastar:

 

1. Sárar, sprungnar geirvörtur og sársauki í geirvörtum.

2. Stíflaðir mjólkurkirtlar.

3. Álag og þreyta

4. Stálmi.

5. Bakteríusýking Staphylococcus aureus.

6. Of mikil mjólkurframleiðsla.

7. Erfiðleikar við að leggja barn á brjóst.

8. Bakteríusýking Steptococcus epidermis.

9. Aðrar örverur.

10. Gjafir of stuttar og of langt á milli þeirra.

 

Heiðrún fékk fyrstu stífluna á innan við viku eftir að hún kom heim með son sinn, sagði ljósmóðurinni frá því. Ljósmóðirin brást strax við og sendi Heiðrúnu niður á spítala til að fara í rafmagnspumpu sem losaði stífluna.

Sjá einnig: „Pabbi minn er engin hetja“

„Þegar stíflan kom í 2. skipti var ljósmóðirin hætt að koma heim en ég náði að losa stífluna þá sjálf,“ sagði Heiðrún.

 

Var sagt að „bera sig nógu illa“

Þann 30. nóvember fékk Heiðrún sína þriðju stíflu á einum mánuði: „Þá var mér sagt að ég gæti átt von á að vera með stífluna í viku og ætti bara að halda áfram á sömu braut og reyna að losa stífluna sjálf.“ Þegar stíflan hafði verið í 4 daga fór Heiðrún svo á heilsugæslustöðina í sínu hverfi og fékk þar að fara í pumpu. „Það var ofsalega sárt og brjóstið á mér var orðið það bólgið að geirvartan var orðin alveg flöt og pumpan ætlaði ekki að ná að sjúga,“ segir Heiðrún, en hún var svo send heim eftir þetta. Hún var komin með hita, skjálfta og mikla beinverki og hringdi svo í annan lækni þann 6. des. Sá læknir sagði henni að halda bara áfram að reyna að losa stífluna.

[pullquote]Það var ofsalega sárt og brjóstið á mér var orðið það bólgið að geirvartan var orðin alveg flöt og pumpan ætlaði ekki að ná að sjúga[/pullquote]

Tveimur dögum síðar hringdi Heiðrún í heimaþjónustuna og sú sem svaraði gaf lítið út á það sem Heiðrún sagði henni og sagði að hún gæti svo sem farið á heilsugæsluna og ef hún myndi bara „bera sig nógu illa“ gæti hún kannski fengið sýklalyf. Strax eftir símtalið fór Heiðrún svo á heilsugæsluna og læknirinn sem tók á móti henni hringdi á Kvennadeild Landspítalans og talaði við annan lækni þar.

 

 

Brjóstin þrútin og heit viðkomu

„Hann gaf mér verkja – og sýklalyf en ég bað hann líka að gefa mér lyf til að stoppa mjólkurframleiðsluna þar sem ég var orðin afskaplega þreytt á þessu ástandi og gat ekki meir. Mig langaði ekkert meira en að vera með barnið mitt á brjósti en þetta var bara komið gott,“ segir Heiðrún sem fór svo heim og átti að koma aftur daginn eftir til að taka stöðuna.[pullquote]Læknirinn tilkynnti mér að hann þyrfti þá ekki að hafa áhyggjur af mér meir og ég yrði orðin góð eftir svona viku[/pullquote]

„Hitinn hafði farið á þessari nóttu enda hafði ég verið að taka hitalækkandi síðan daginn áður. Læknirinn tilkynnti mér að hann þyrfti þá ekki að hafa áhyggjur af mér meir og ég yrði orðin góð eftir svona viku, “ segir Heiðrún og bætir því að bólgan í brjóstunum hefði verið alveg jafn mikil og daginn áður, brjóstin þrútin og heit viðkomu.

 

Sjá einnig: Var misnotuð af syni dagmömmu sinnar

 

Brjóstið sprakk á Læknavaktinni í Kópavogi

Nokkrir dagar liðu en á sunnudeginum 13. desember var Heiðrún alveg búin á því á sál og líkama og hringdi hágrátandi í foreldra sína, alveg úrræðalaus. „Þau komu til mín og keyrðu mig á læknavaktina í Kópavogi. Læknirinn vildi auðvitað fá að sjá brjóstin en þegar ég lyfti toppnum sem ég var í sprakk hægra brjóstið bókstaflega. Það komu tvær rifur á brjóstið og út úr þeim vall mjólk, gröftur og blóð,“ segir Heiðrún og segir hún sársaukann hafa verið ólýsanlegan: „Mig svimaði og froðufelldi bara af eintómum sársauka.“[pullquote]Það komu tvær rifur á brjóstið og út úr þeim vall mjólk, gröftur og blóð[/pullquote]

Raunum Heiðrúnar var alls ekki lokið þegar þarna var komið heldur var hún þegar þarna var komið, látin klæða sig í fötin aftur og fyrst að hún var með pabba sinn þarna, sem var á bíl, fékk hún ekki að fara með sjúkrabíl heldur keyrðu foreldrar hana niður á Landspítalann í Fossvogi. Þar þurfti hún að bíða í um 10 mínútur eftir að komast að.

„Það virtust allir vera mjög feimnir við að gera nokkuð og ég gat ekki fengið nein sterk verkjalyf og fékk ég íbúfen sem sló ekkert á sársaukann. Svo var ég send aftur út og foreldrar mínir keyrðu mig niður á Hringbraut og þar fékk sé loks morfín eftir að hafa verið með opið sár allan þennan tíma.“

 

 

 

Þetta er gatið neðanlega á brjóstinu sem sprakk 13.des
Þetta er gatið neðarlega á brjóstinu sem sprakk 13.des

 

Þessa slöngu þurfti Heiðrún að vera með í nokkra daga. Hún fór inní hitt gatið fyrir hliðiná geirunni og stóð svona útur, svo var dælt vökva í slöngun til að skola úr gatinu
Þessa slöngu þurfti Heiðrún að vera með í nokkra daga. Hún fór inní hitt gatið fyrir hliðiná geirunni og stóð svona útur, svo var dælt vökva í slöngun til að skola úr gatinu. Heiðrún var aldrei saumuð og sárunum var haldið opnum. Það var ekki einu sinni sett neitt yfir þau þegar hún fór í sturtu. 

 

 

Fór í aðgerð á afmælisdaginn sinn

Heiðrún var svo lögð inn og þann 14. desember, sem er afmælisdagurinn hennar átti hún að fara í aðgerð til að losa gröftinn úr brjóstinu: „Aðgerðin átti að vera framkvæmd kl 14 en svo var henni frestaði til 18 svo ég þurfti að fasta allan daginn,“ segir Heiðrún og bætir við að þetta hafi nú ekki verið sá afmælisdagur sem hún hefði hugsað sér.

Heiðrún var í 8 daga á spítalanum og á þeim tíma þurfti að skipta um á sárunum tvisvar á dag. Grisju var troðið inn í bæði götin og geli sprautað inn í þau, en það var gert til að ekki myndi myndast tómarúm inni í brjóstinu og það myndi gróa betur.[pullquote]Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri hægt[/pullquote]

 

Hérna er hitt gatið hliðina á geirvörtunni
Hérna er hitt gatið hliðina á geirvörtunni

 

Þarna er sárið byrjað að gróa og lítur betur út
Þarna er sárið byrjað að gróa og lítur betur út

„Eftir að ég kom út af spítalanum fór ég fyrst um sinn einu sinni á dag til að láta skipta á sárinu en með tímanum fækkuðu skiptunum en ég var að fara á spítalann alveg út janúar,“ segir Heiðrún en hún vill endilega koma sinni sögu til allra kvenna sem eru í þeim sporum að þjást vegna sömu einkenna. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri hægt, að svona gæti yfir höfuð gerst. Mér fannst enginn vilja hlusta og allt sem ég sagði var bara álitið eitthvað væl í ungri konu sem væri að eignast sitt fyrsta barn.“

 

Sjá einnig: „Við áttum að búa til börnin“ – Tvær konur stíga fram og segja sína sögu

 

Var hafnað um lengingu á fæðingarorlofi

„Ég er spæld yfir því að svona mikill tími er buinn að sóast í veikindi sem annars hefði getað farið í góða stund með nýfæddum syni mínum honum Viktori Axel. Ég var að vonast eftir því að fá lengingu á fæðingarorlofi en fæðingarorlofssjóður hafnaði þeirri beiðni vegna þess að þetta „tengist ekki fæðingu beint“. Ég veit ekki útaf hverju þeir segja að brjóstamjólk tengist ekki fæðingu, það er ekki eins og meðalmanneskja gangi í gegnum lífið barnslaus með brjóstin full af mjólk,“ segir Heiðrún aðspurð um framhaldið og líðan í dag.

Ég vil koma sérstökum þökkum til allra ljósmæðranna á gangi 22A á Landspítalanum (meðganga og sængurlega) þær sáu rosalega vel um mig, mjög hressar skemmtilegar og lögðu sig 110% fram við að láta mér líða vel, þær eru algjörir æðibitar sérstaklega Aðalbjörg fæðingarlæknir sem er að vinna í því að fá í gegn breyttum starfsreglum svo að þetta komi síður fyrir hjá öðrum,“ segir þessi unga móðir að lokum.

 

SHARE