Brody Jenner er meðlimur einnar frægustu fjölskyldu í heimi, en hann er sonur Caitlyn Jenner og hefur því tilheyrt Kardashian-fjölskyldunni síðan hann var lítill strákur. Nú hefur Brody tilkynnt að hann ætli að draga sig út úr sviðsljósinu og slíta á tengsl sín við frægustu raunveruleikastjörnur í heimi. Að sögn Brody er ekki gott fyrir neinn að vera í kringum Kardashian-fjölskylduna:
Ég er orðinn dauðþreyttur á allri dramatíkinni sem þeim fylgir – það er ekki hollt fyrir neinn að vera í kringum þessa fjölskyldu.
Sjá einnig: Kris Jenner segir frá vandræðalegasta augnabliki lífs síns
Samkvæmt Brody eru Kardashian-systurnar skelfilega vondar við hvor aðra og andrúmsloftið í kringum þær ekki hollt fyrir nokkurn mann.
Ég kæri mig ekki um að vera lengur í sviðsljósinu, það gerir engum gott. Ég vil fara að lifa eðlilegu lífi.