Þegar Jenny Thomas var 4 ára fékk hún að vita sannleikann. Hún var ættleidd. Næstu 15 árin velti Jenny fyrir sér hver líffræðileg móðir hennar væri. Hún horfði á ókunnugar og velti fyrir sér hvort þetta gæti verið mamma hennar.
Mamma hennar var nær en hún átti von á. Hún fór í þátt á TLC sem heitir Long Lost Family og þar fær hún að hitta móður sína í fyrsta sinn.
Þegar Jenny var rétt mynd af móður sinni brá henni heldur betur í brún því hún þekkti konuna.
Nita Valdez og Jenny höfðu unnið saman á Rochester spítala í New York í tvö ár. Hvorug þeirra vissi neitt um tenginguna.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.