Þetta krúttlega myndband var sett á Facebook af móður stúlkunnar. Hún skrifaði með myndbandinu:
„Í seinustu viku fórum við með dóttur okkar, 16 mánaða, til augnlæknis. Hún var komin með latt auga og vorum að láta athuga það hjá lækninum. Það kom í ljós að hún var ekki bara með latt auga heldur var hún rosalega fjarsýn og var það valdur af því að hún er með latt auga. Flest börn eru með smá fjarsýni þegar þau eru pínulítil. Þau eru kannski með +1 eða +2, en dóttir okkar var með +8.“
Viðbrögð litlu stúlkunnar eru dásamleg. Hún segir bæði „Thank you“ og „vá“. Algjör snúlla.
[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/lovewhatreallymatters/videos/1076755062346891/”]
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.