Leikkonan Portia De Rossi, sem fer á kostum í sjónvarpsþáttunum Scandal um þessar mundir, hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið fyrir það að vera of grönn. En eins og margir vita barðist leikkonan við búlimíu á árum áður. Portia, sem er gift spjallþáttadrottningunni Ellen Degeneres, mætti í samkvæmi á dögunum ásamt meðleikurum sínum í Scandal og hafa helstu slúðurmiðlar birt myndir úr partíinu þar sem holdfar Portia er gagnrýnt grimmilega.
Sjá einnig: Hreiðrið hennar Ellenar DeGeneres – Myndir