Nýtt æði hefur hafist í Kína en það er kallað „A4 waist challenge“. Það sem þarf að gera er einfaldlega að vera með mitti sem er jafn grannt og breiddin á A4 blaði er.
Þetta byrjaði í febrúar og nú hafa milljónir kínverskra kvenna birt svona myndir af sér á á Weibo.
A photo posted by Azura Ge (@azu_kirara) on
Það virðast engin takmörk fyrir því upp á hverju fólk finnur á þessum blessuðu samfélagsmiðlum og þetta geta ekki verið mjög heilbrigð viðmið.
Sjá einnig: Thighbrow: Sjóðandi heitt á samfélagsmiðlum
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.