Lífið virðist brosa við Britney Spears (34) þessa dagana, en hún geislaði hreinlega á Hawaii á dögunum. Britney hefur upplifað tímana tvenna en er í góðum málum.
Sjá einnig: Olíuborin Britney Spears í nýjum myndböndum
Britney klæddist flottu bikini frá Victoria´s Secret PINK og má alveg segja að söngkonan lítur óaðfinnanlega út.
Britney er í fríi með sonum sínum, Sean (10) og Jayden (9) og sagt er frá því á People að hún hafi verið mjög dugleg að æfa upp á síðkastið og það má vel sjá það á stúlkunni.