Chelsea Craig kemur frá Texas og hefur það í hyggju að hafa dætur sínar Addilynn (3) og Emilynn (1) á brjósti um ókominn tíma og telur það um leið vera bestu leiðina til að láta þær vera bæði nærðar og tengdar sér. Hún segir einnig að með því að hafa þær báðar á brjósti í einu, gefi það henni færi á því að vera í núinu með dætrum sínum.
Sjá einnig: Framlengd brjóstagjöf – Falleg og náttúruleg
Chelsea segir að hún hafi víða verið litin hornauga, sérstaklega fyrir að gefa eldri dóttur sinni, sem er á fjórða ári, brjóst og hvað þá báðum í einu. Hún segist ekki hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnist um hennar aðferð, en vill samt sem áður vekja athygli á því að það er ekkert athugavert við það að hafa börn sín lengi á brjósti.
Hún fékk til sín ljósmyndarann Mae til að mynda sig með stelpunum sínum og var útkoman mjög svo falleg.
Sjá einnig: Brjóstagjöf: Mögulega það fallegasta í heimi
Sjá einnig: Góð ráð við brjóstagjöf
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.