Maskari er varan sem 54% evrópskra kvenna telja sig ekki geta verið án og versla konur sér maskara c.a. 4-6 sinnum á ári og eru allar að leita að hinum eina rétta og eru þarfirnar og óskirnar misjafnar.
GOSH selur um 1.000.000 maskara árlega og eru þeir eitt af aðalsmerkjum þeirra. Til að hjálpa konum við leitina að hinum fullkomna maskara, færir GOSH okkur nýjan maskara REBEL EYES sem lengir, þykkir og sveigir augnhárin í nokkrum strokum… og endist allan daginn án þess að hrynja eða smita.
Langur, sveigður og grannur burstinn nær öllum augnhárunum, líka þeim stuttu og gefur flotta útkomu. Flottur bæði beint á augnhárin og einnig til að byggja framan á hvaða aðra maskara sem er til að fá óska útkomuna.
Ég er búin að vera að nota þennan maskara upp á síðkastið og ég er svakalega ánægð með hann. Ég hef oft verið ánægð með maskara í byrjun en eftir smá tíma finnst mér maskarinn orðinn lélegur, farinn að molna og svo framvegis. Þessi er hinsvegar ekki þannig og þori ég að fullyrða það. Ég er rosalega ánægð með hann og þarf ekki að vera að strjúka fyrir ofan augun á mér í sífellu því ég sé svo hrædd um að vera komin með stimplaðan maskara fyrir neðan augabrúnirnar.
REBEL EYES maskarinn Sea buckthorne oil sem verndar augnhárin, hrindir frá sér vatni og er ilmefna frír.
Sérstakir polymerar lengja og krulla, carnauba vax sér um að þykkja og candellia vax gefur formúlunni mýkt og kremkennda áferð.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.