Mörg okkar kannast við þá tilfinningu að ganga út frá lækninum með örlitla eða risastóra skömm í maganum. Það gæti verið að læknirinn hafi sagt þér að þú yrðir að hætta að reykja eða að þú verður að létta þig, en nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á að það er mjög mikilvægt að losa sig við þessa skömm – Fyrir heilsuna.
Sjá einnig: Hvernig lækka trefjar kólesteról líkamans?
Margar konur skammast sín jafnvel svo mikið fyrir líkama sinn að þær forðast að fara til læknis, sem getur reynst mjög hættulegt, ef tekið er inn í myndina að hjartasjúkdómar geta komið aftan að fólki.
Konur eru hlutgerðar í okkar samfélagi og metnar eftir útliti og því miður gengur það alla leið inn í heilbrigðiskerfið.
Sjá einnig: 6 einkenni hjartaáfalls hjá konum
Lögð er of mikil áhersla á útlit og þyngd kvenna, svo það leiðir til þess að minni áhersla er lögð að raunverulega heilsu.
Konur með heilbrigðan líkamsmassa líta kannski ekki út eins og myndirnar sem við sjáum af grönnum fyrirsætum. Þær geta jafnvel haft einhverja mýkt á sér en eru aftur á móti líklegri til að lifa lengur.
Konur í hinum vestræna heimi hafa frestað læknisheimsóknum vegna þyngdar sinnar og þær sem greinast með hjartasjúkdóma, hafa fundið til skammar, vegna þess að fólk ályktar stundum að tengsl séu á milli greiningarinnar og þess að þær borðuðu óhollt eða hreyfðu sig ekki nógu mikið. Stór hluti kvenna hefur einnig forðast að hitta lækni vegna þess að þær hafa ekki náð að hætta að reykja.
Miklar áherslur hafa verið lagðar á samnefnari er á milli þess að vera með fitusöfnun um sig miðja og þar með meiri líkur á því að þú fáir hjartasjúkdóma, en raunin er sú að æskilegt er fyrir okkur að láta kanna kólestról í blóði okkar mun fyrr á lífsleiðinni og láta mæla blóðþrýsting okkar reglulega.
Sjá einnig: Hvernig bregst maður við hjartaáfalli ef maður er einn þegar það hendir? – Skyldulesning!
Hugið vel að heilsu ykkar. Þið sem reykið verðið að hugsa með ykkur að gera ykkar besta til að hætta þessum slæma ávana. Aftur á móti getið þið sem hafið áhyggjur af holdafari ykkar verið góð við ykkur sjálf og látið mæla þrýstinginn og kólestról í blóði ykkar. Hjartasjúkdómar geta verið lúmskir, svo við skulum ekki láta ímyndir um fullkomið líf eða líkama koma í veg fyrir að við hugsum vel um heilsu okkar.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.