Þetta hús er í Los Angeles og er til sölu. Verðið á húsinu er rúmar 58 milljónir íslenskar krónur eða 475.000 dollara.
Húsið var byggt árið 1956 og lítur ALLS ekki vel út. Það er eins og ekki hafi neitt verið gert fyrir húsið frá því það var byggt.
Sjá einnig: Yfirgefnir staðir eru framandi
Þeir sem standa fyrir sölu húsnæðisins segja að hátt verðið á húsinu sé hægt að rekja til þess að húsið sé svo vel staðsett, en húsið er statt á Northridge svæðinu í Los Angeles. Þetta svæði er mjög flott og margar Hollywood stjörnur búa þarna.
Voðaleg hugguleg eldavél
Sjá einnig: Yfirgefið þorp tekið yfir af náttúrunni
Baðherbergið er ekki mjög girnilegt!
Sá sem kaupir þetta hús verður pottþétt að vinna mikið í húsinu, jafnvel bara að rífa húsið niður og byggja nýtt.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.