Milia korn er eitt af algengastu húðvandamálum í heimi en meira en 3 milljónir manna í Bandaríkjunum er með svona litlar hvítar bólur á húðinni. Oft kemur þetta á litlum börnum sem enn eru á brjósti en þetta hverfur vanalega mjög fljótt.
Það er dýrt að fara og láta fjarlægja svona og getur tekið tíma. Það eru samt til húsráð sem eru til þess gerð að láta Milia korn hverfa. Við ætlum að segja ykkur frá nokkrum hér:
1. Fyrsta ráðið er að blanda saman 2 msk af sykri, safa úr hálfri sítrónu og 1 tsk ólífuolíu. Skrúbbaðu svæðið sem bólurnar eru á varlega og leyfðu svo blöndunni að liggja á í 15 til 20 mínútur. Endurtaktu einu sinni á dag þangað til kornin hverfa.
2. Blandið til helminga laxerolíu og ólífuolíu og berið á andlitið og leyfið því að fara vel inn í húðina og skolið svo andlitið á eftir. Endurtakið daglega þangað til kornin eru farin.
3. Blandið saman eplaediki og maísena mjöli og berið á svæðið sem kornin eru á og leyfið því að standa á í 25 mínútur og hreinsið svo af. Endurtakið daglega þangað til bólurnar fara.
Það er líka gott ráð fyrir konur, sem má endilega fylgja hérna með, að það er algjörlega bannað að sofa með farðann á húðinni. Það getur valdið Milia kornum
Annað líka: Ekki láta húðina vera í beinu sólarljósi. Notaðu alltaf sólarvörn.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.