Törutrix| Viltu læra að gera aðal förðunartrendið í ár?

Eitt vinsælasta förðunartrendið þessa dagana er “halo smoky” förðun eins og hún kallast. Þessa vinsælu förðun er hægt að nota fyrir t.d árshátíð, partý, afmæli eða þegar farið er eitthvað meira fínt út.

Þessi förðun einkennist af því að draga augnlokin fram og stækka þau. Þá er oft notast við glimmer á miðju augnloks. Þessi förðun er ekki mjög flókin heldur í einfaldari kantinum.

Það þarf ekki eyeliner með þessari förðun en það má auðvitað ef fólk vill.

Ég gerði kennslumyndband með þessari förðun og ég fór einnig í húðrútínu sem er einnig hægt að notast við með þessari förðun.

Endilega kíkið á myndbandið hér að neðan til að læra þessa skemmtilegu förðun. Munið að hægt er að notast við þá liti sem þið viljið.

Knús Tara Brekkan

SHARE