Mér hefur alltaf þótt sagan um Titanic og hrakfarir skipsins ótrúlega áhugaverð. Ég hef horft á heimildarmyndir um skipið, köfun niður að skipinu og allt sem ég kemst í sem kemur að þessu merkilega skipi.
Ég rak augun í þessa matseðla á netinu og langaði mikið að deila þeim með ykkur.
Talið er að það séu til um það bil 20 matseðlar úr Titanic. Matseðlar voru mismunandi milla farrýma, einn fyrir fyrsta farrými, annar fyrir annað farrými og sá þriðji var úr þriðja farrými. Flestir matseðlarnir sem hafa fundist eru frá 1. farrými en það má tengja því að það voru flestir úr 1. farrými sem lifðu slysið af og voru sumir með matseðla í veskjum sínum eða jakkavösum þegar þeir fóru í björgunarbátinn.
Þriðja farrými
Annað farrými
Þriðja farrými
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.