Flotstofan – Vilja skapa griðarstað fyrir landsmenn

Í nútímasamfélagi er mikið stress og álag sem fylgir hinu daglega lífi og þess vegna er gott að vinda ofan af sér endrum og sinnum. Þeir Hrafn Þráinsson, Daníel Monzon og Stefán Arnórsson hafa hug á því að stofna fyrstu Flotstofu Íslands.

“Áhuginn kviknaði hjá okkur eftir að við heyrðum rætt um notkun flottanka í vinsælu podcasti. Einn okkar prófaði svona tank erlendis og áttaði sig strax á að þarna væri verkfæri sem gæti gagnast íslendingum mjög vel. Restin flaug til London og tók helgi í að kynna sér flot og ágæti þess,” segir Daníel í samtali við Hún.is.

Daníel Þór Monzon

 

Daníel Þór Monzon

 

Daníel segir að þeir vilji skapa griðarstað fyrir landsmenn. Stað sem hægt er að koma á og kúpla sig frá amstri dagsins: “Við þurfum öll á því að halda og gerum alls ekki nóg af því. Til þess að eiga innihaldsríkt líf og líða vel þurfum við að þekkja sjálf okkur og snúa fókusnum inn á við. Þetta reynist erfiðara með hverjum deginum út af endalausum truflunum, vinnutengdu stressi, auglýsingum, samfélagsmiðlum, símum, endalausu upplýsingastreymi og áreiti.”

Þó að Flotstofur séu eitthvað sem fáir Íslendingar hafi heyrt um eru þær þó langt frá því að vera nýjar af nálinni. John C. Lilly, taugavísindamaður byggði fyrsta tankinn árið 1954 og frá 1970 hefur fjöldi miðstöðva aukist gífurlega út um allan heim. Í Svíþjóð hafa flotstofur verið aðgengilegar fólki í ca 40 ár.

Tankarnir eru notaðir víða um heim sem verkfæri til þess að berjast á móti streitu, kvíða, þunglyndi og krónískum verkjum. Rannsóknir í Svíþjóð og í BNA hafa m.a sýnt fram á að reglubundin notkun þeirra dregur verulega úr framleiðslu á stresshormóninu Cortisol og í Svíþjóð eru  tankarnir viðurkennt meðferðarúrræði við ofangreindum kvillum.

“Okkur langar að búa til stað sem veitir aðgang að verkfæri til þess að takast á við allt þetta áreiti,” segir Daníel og bætir við: “Við sjáum fyrir okkur að bjóða upp á persónulega þjónustu og skapa þægilegt umhverfi fyrir alla gesti. Svona stofur erlendis hafa skapað einstakt umhverfi fyrir fólk sem hefur áhuga á að vinna í sjálfu sér jafnframt því að létta á eymslum.”

Um þessar mundir fer fram söfnun á Karolinafund þar sem fólk getur keypt sér flot fyrirfram og átt það inni þegar stofan hefur opnað. Ef hinsvegar söfnunin tekst ekki fær viðkomandi endurgreitt að fullu. Peningurinn er bara tekinn til hliðar á kortinu og notaður einungis ef takmarkinu er náð.

Þetta er verðugt verkefni sem þessir öflugu ungu menn standa fyrir og hvetjum við ykkur til að lesa hér reynslu konu af flotinu.

Stefán Arnórsson
Stefán Arnórsson
Hrafn Þráinsson
Hrafn Þráinsson

 

 

 

SHARE