Justin Bieber (22) er með “dredda” þessa dagana en hann er voðalega duglegur að skipta um hárgreiðslur og hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir í þeim efnum.
Justin fær auðvitað fullt af gagnrýni þó hann sé mjög vinsæll en hann tekur því ekki of alvarlega.
Í þessu myndbandi hermir hann eftir aðdáanda sínum sem var að setja út á hárið á honum. Hann leikur viðkomandi eins og brimbrettagaur í vímu og þetta er nokkuð fyndið hjá honum verður að segjast.