Hvað geta verkir þínir táknað?

Hér eru 9 tegundir af verkjum sem hægt er að beintengja við andlegu líðan þína:

Sjá einnig: Andleg vanlíðan og líkamlegir verkir

til

1. Verkir í höfðinu

Verkir í hörfðinu, eins og höfuðverkir, geta verið vegna álag dagsins. Taktu þér tíma í að slaka á og reyndu að minnka álagavaldana í tvilverunni.

2. Verkir í hálsi

Ef þú  ert með verki í hálsinum, gæti verið að þú eigir í erfiðleikum með að fyrirgefa örðum eða sjálfum þér. Ef þú finnur fyrir verk í hálsinum, skaltu hugsa um þá þætti sem þér líkar við í fari annarra í lífi þínu.

3. Verkir í öxlum

Verkir í öxlum geta bent til þess að þú sért að burðast með tilfinningalega bygði.. Einbeittu þér að lausnum vandans og reyndu að deila ábygðinni þinni með örðum í kringum þig.

Sjá einnig: verkirStífar axlir og háls, hausverkur og liðverkir

4.  Verkir í efra baki

Verkir í efra baki þýðir að þú hafir ekki nægilegan tilfinningalegan stuðning. Þér gæti liðið eins og þú sért ekki nægilega elskuð manneskja. Ef þú ert einhleyp/ur gæti það þýtt að þú þurfir að fara á eitt eða tvö stefnumót.

5. Verkir í neðra baki

Verkir í neðra baki geta þýtt að þú hafir of miklar áhyggjur af fjárhagnum. Það gæti verið kominn tími til þess að þú farir að biðja um launahækkun eða tala við einhvern sem getur hjálpað þér með fjármálin.

6. Verkir í olnbogum

Verkir í olnbogum getur þýtt að þú ert að streitast á móti breytingum í lífi þínu. Ef þú ert með stífa handleggi, getur verið að lífið þitt sé almennt stíft. Gerðu málamiðlanir og hristu aðeins upp í hlutunum í lífinu.

7. Verkir í höndum

Verkir í höndum geta þýtt að þú ert ekki að nálgast aðra eins og þú ættir að vera að gera. Hugleiddu að eignast nýja vini, fara út að borða með vinnufélögunum og stofna til nýrra kynna almennt.

Sjá einnig: Þekkir þú karma? – 8 litlu lögmálin sem fáir vita

8. Verkir í mjöðmum

Verkir í mjöðmum geta þýtt að þú ert of hrædd/ur við að hreyfa þig. Aumar mjaðmir geta bent til þess að þú streitist á móti breytingum. Það gæti verið að þú passar þig of mikið þegar þú ert að taka ákvarðanir.

9. Verkir í hnjánum

Verkir í hnjám geta verið merki þess að egoið þitt er aðeins of stórt og að þú sért að setja sjálfan þig á aðeins of háan stall. Sýndu meiri auðmýkt. Eyddu meiri tíma í sjálfboðastörf og mundu að þú ert dauðleg/ur.

Heimidir: higherperspectives

SHARE