Prince skildi ekki eftir sig neina erfðaskrá og margir af hans starfsmönnum segja að stjarnan hafi verið með öll sín fjármál í algjöru rugli. Honum var ráðlagt að gera erfðaskrá fyrir löngu en hann gerði aldrei neitt í því. Starfmennirnir segja líka að ekki hafi verið möguleiki að fá undirskrift söngvarans á nokkur skjöl seinustu 5 ár. Þeir segja að Prince hafi fundist allir sem hann hafði kvittað á pappíra fyrir, á sínum yngri árum, hafi svikið hann og var hann því mjög varkár þegar kom að öllum undirskriftum.
Sjá einnig: Þegar Prince henti Kim Kardashian af sviðinu
Prince átti það erfitt með að treysta fólki að hann skipti um lögfræðing árlega og stundum oftar. Einn lögfræðingur sem vann með söngvaranum segir að Prince hafi hringt í hann einn daginn, alveg upp úr þurr, til þess að bjóða honum vinnu. Þegar hann spurði hann um ákveðin skjöl fékk hann svarið: „Ég veit ekki hvar þau eru, þau eru bara einhversstaðar.“
Sjá einnig: Nýjar upplýsingar varðandi dauða Prince
Samkvæmt TMZ voru þeir sem Prince treysti best „konur á þrítugsaldri sem störfuðu sem fyrirsætur og höfðu enga reynslu af peningum.“ Þetta varð til þess að mikil ringulreið var í lífi hans, sérstaklega í fjármálum.
Systir Prince, Tyka, hefur nú þegar gert tilkall til auðæfa hans og segir að fyrst engin erfðaskrá sé til þá munu systkini hans vera hans einu erfingjar en hann á, auk Tyka, 5 hálfsystkini.