Það eru leyndar hættur í snyrtibuddunni þinni, sem geta reynst skaðlegar heilsu þinni. Hún getur verið gróðrastía fyrir sýkla, bakteríur, óhreinindi og allskyns ofnæmisvaldandi skaðvalda.
Hér eru þær hættur sem geta leynst í þinni buddu:
1. Óhreinir burstar
Þrífa þarf förðunarburstana þína að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Ef þú þrífur þá ekki reglulega, verða þeir óhreinir og fullir af bakteríum eftir að hafa snert húð þína svo oft. Þrífðu burstana og ekki dreifa á þig fleiri bakteríum.
Gott er að þrífa burstana jafnvel oftar, eða einu sinni í viku. Það lætur burstana duga lengur og heldur þeim mjúkum.
2. Útrunnar vörur
Allar vörur sem eru eldri en 18 mánaða ættu að fara í ruslið. Vökvar, froður, sprey og fjöldinn allur af öðrum snyrtivörum leyfir bakteríum að grassera. Þú getur fengið sýkingar og jafnvel sveppasýkingu ef þú ert að nota gamlar vörur.
Ef þú tekur eftir því að varan er byrjuð að breyta um lit eða áferð, byrja að lykta öðruvísi, skaltu henda henni í ruslið strax.
Sjá einnig: Törutrix| Veistu hvað leynist í förðunarpenslinum þínum?
3. Að deila snyrtidóti með öðrum
Það getur verið hættulegt að leyfa öðrum að nota snyrtidótið þitt. Þegar þið deilið snyrtivörum, eru þið að skiptast á bakteríum í rauninni.
Ef þú ert ekki með sterkt ofnæmiskerfi, er mun líklegra að þú fáir sýkingar og geta þær haft alvarlegar afleiðingar. Algengast er að fá sýkingar í augun, en þú getur líka fengið graftarbólur í andlitið.
4. Sýklar
Förðunarvörur eru sérstaklega góður staður fyrir bakteríur að búa á. Í hvert skipti sem þú stingur fingrinum þínum ofan í kremdollu ert þú að menga hana með bakteríum. Reyndu að kaupa vörur í túpum eða með pumpu og ekki nota fingurna til að bera hana á þig. Margir setja farðastifti beint á bólurnar, en það er einföld leið til að dreifa bakteríunum um andlit þitt og yfir allt stiftið.
Þrífðu plokkarann og augnhárabrettarann með sótthreinsi.
Sjá einnig: Þrífur þú förðunarburstana þína?
Sjá einnig: DIY: Skipuleggðu förðunardótið þitt á einfaldan hátt
Valið á snyrtibuddunni skiptir líka máli þegar kemur að sýklum. Sýklar þrífast best á dimmum og rökum stöðum, svo gott væri að fá sér buddu sem er gegnsæ og hleypir birtunni inn.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.