Ozzy Osbourne er fluttur út frá eiginkonu sinni, Sharon, en þau hafa verið gift í 33 ár. Þau eiga þrjú börn saman, þau Aimee, Kelly og Jack Osbourne. Talsmaður hjónanna staðfesti þetta og sagði að þetta hefði verið sameiginleg ákvörðun Ozzy og Sharon.
Heimildarmaður E! News segir að skilnaðurinn sé ekki tengdur alkóhólisma Ozzy en hann notaði fíkniefni og áfengi ótæpilega í mörg ár, en hefur verið edrú í 3 ár. Hinsvegar er skilnaðurinn talinn vera vegna framhjáhalds Ozzy en hann viðurkenndi það fyrir Sharon þegar hún gekk á hann. Sú sem hann hélt framhjá með heitir Michelle Pugh og er hárgreiðslukona stjarna á borð við Jennifer Lopez og Alicia Silverstone.
Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans.