Það er næstum því komið ár síðan Ben Affleck og Jennifer Garner tilkynntu að þau ætluðu að skilja, en þau hafa samt haldið nánu sambandi þrátt fyrir það. Þau hafa búið saman og farið í helgarferðir með börnin sín og fóru meðal annars til Parísar í seinustu viku.
Heimildarmaður sagði People að Ben vildi fá Jennifer aftur og vilji ná sáttum aftur. Hann segir líka að Jennifer sé ekki tilbúin að taka Ben aftur, en Ben hefur aldrei verið góður í því að vera einn. Hann er samt sem áður að vinna í sjálfum sér og breytt ýmsu í lífi sínu í kjölfarið á því.
Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans.