Fengu sér alveg eins húðflúr á brúðkaupsafmælinu

Tori Spelling og Dean McDermott eru svakalega ástfangin og eru ekki feimin við að sýna heiminum það. Í tilefni af 10 ára brúðkaupsafmæli sínu fóru þau hjónin á húðflúrsstofu í París og fengu sér alveg eins húðflúr á upphandleggina.

Sjá einnig: Hún fékk sér 11 húðflúr á einni viku – eitt fyrir hvern áratug

Þau létu skrifa setninguna „Tout mon coeur, Tout ma vie“ á sig en það þýðir „Allt mitt hjarta, allt mitt líf.“

 

Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans.

 

SHARE