Julia Roberts mætti á rauða dregilinn, á Cannes, berfætt. Það kann ekki að þykja mikið tiltöku mál nema fyrir þær sakir að það er ætlast til þess á Cannes að maður mæti í skóm. Hún var auðvitað stórglæsileg að vanda og náði alveg að halda sínum glæsileika í hámarki þrátt fyrir skóleysið. Orðið á götunni er að hún hafi verið í skóm til að komast inn á svæðið en farið svo úr þeim um leið og hún var komin inn.
Sjá einnig: Julia Roberts (48) kynnir vorlínu Givenchy 2015
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Julia gerir þetta en hún mætti líka berfætt á Cannes árið 1993.
Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans.