Michael Bublé á leiðinni í aðgerð

 

Michael Bublé þurfti að aflýsa tvennum tónleikum sem hann var búinn að bóka sig á vegna aðgerðar sem hann er að fara í. Hann tilkynnti þetta á Twitter og sagði hann frá því þar að hann væri að fara í aðgerð á raddböndum sem getur ekki beðið og eftir aðgerðina má hann hvorki tala né syngja í ákveðinn tíma.

Þess má til gamans geta að þetta er sama aðgerð og Adele, Sam Smith og Megan Trainor hafa farið í. Þau hafa öll náð fullum bata og geta sungið eins og enginn sé morgundagurinn eftir aðgerðina.

 

Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans.

 

SHARE