Tom Cruise flytur frá Beverly Hills

Tom Cruise hefur nýlega selt glæsisetur sitt í Beverly Hills á 40 milljónir dollara, en hann keypti eignina árið 2007 á rúma 30 milljón dollara með fyrrum eiginkonu sinni Katie Holmes.

Sjá einnig: Tom Cruise með ástinni áður en hann varð frægur

Talið er að Tom stefni nú á að flytja til Florida og hefur hann skoðað eitthvað í Clearwater en Vísindakirkjan er með sínar höfuðstöðvar þar. Tom hefur lengi verið á leiðinni frá Los Angeles en nú er komið að þessu.

SHARE