Eru þau að skilja eða ekki?

Jill Dempsey, eiginkona Patrick Dempsey, sem leikur lækninn sjóðheita Mc. Dreamy í Greys Anatomy, sótti um skilnað frá Patrick í janúar í fyrra. Síðan þá hefur  hinsvegar ekkert gerst og á dögunum þurfti dómari að ýta á eftir því hvert framhaldið yrði hjá þeim hjónum.

 

Samkvæmt heimildum slúðurmiðla ytra er enginn skilnaður í uppsiglingu en Jill sótti um skilnað frá Patrick því henni fannst hann vera meira upptekinn af því að vera í kappakstri en að sinna henni og börnunum. Patrick hefur verið forfallinn kappakstursmaður í mörg ár, en eftir þetta lofaði hann bót og betrun, svo ekkert verður úr skilnaðinum.

Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans

SHARE