Fjörgurra ára drengur fellur í górillugryfju

Fjögurra ára gamall drengur féll 12 fet ofan í górillugryfju í dýragarðinum í Cincinnati um helgina. Áhorfendur horfðu skelfingu lostnir á þegar hin 17 ára gamla górilla Harambe dró barnið með sér. Barnið var ofan í gryfjunni í um það bil 10 mínútur áður en verðir dýragarðsins komu og skutu dýrið áður en verr færi.

Sjá einnig: SKELFILEGT: Górilla sprengir öryggisgler í dýragarði sökum áreitis

Talið er að drengurinn hafi skriðið í gegnum handrið og síðan fallið ofan í gryfjuna, en enn er verið að rannsaka atburðinn. Ekki er enn vitað um líðan drengsins eftir atburðinn, en hann er ekki í lífshættu.

Margir telja að betra hefði verð að skjóta deyfilyfi í dýrið, en yfirvöld á staðnum, segja að slíkt hefði ekki stöðvað dýrið samstundis og að það hafi verið mikil hætta á ferð.

 

 

 34BD01D800000578-3614480-image-a-20_1464489770331

34BD01DF00000578-3614480-image-a-18_1464489763861

34BD01E900000578-3614480-image-a-17_1464489755879

https://www.youtube.com/watch?v=EVezHB35WDE&ps=docs

34BCB9E500000578-3614480-image-a-22_1464490645130

SHARE