Madonna orðlaus

Það er örugglega fátt sem gerir drottningu poppsins, Madonna, orðlausa. Það gerðist þó samt á dögunum þegar Madonna hitti forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Madonna deildi mynd af þeim saman á Instagram þar sem hún viðurkennir að hafa orðið alveg orðlaus þegar hún hitti hann.

 

Sjá einnig: Madonna vill fá að vera kynþokkafull

 

Madonna og Obama hittust baksviðs í þætti Jimmy Fallon og Madonna fékk mynd af sér með forsetanum. Undir myndina skrifaði hún svo: „Í fyrsta skipti gerist það að ég er orðlaus……. Obama forseti.“ 

Viðtalið birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE