Aðdáendur Miley Cyrus glöddust margir þegar í ljós kom að hún er tekin saman aftur við Liam Hemsworth. Þau hafa haldið sig mikið til hlés eftir að ástarneistinn kviknaði á ný. Einhver kynni að giska á að þau væru bara að njóta lífsins en nú er fullyrt að þau séu á fullu í brúðkaupsundirbúningi.
„Þau ætla að gifta sig á ströndinni,“ sagði heimildarmaður bandaríska blaðsins US Weekly sem staðhæfir að athöfnin verði utandyra á heimaslóðum Liams í Ástralíu.
Sjá einnig: Miley er komin aftur með gamla trúlofunarhringinn
Sami heimildarmaður segir að ekki hafi verið ákveðin dagsetning fyrir brúðkaup en þau horfi til þess að það verði um sumar. Það myndi þá þýða næsta vetur fyrir okkur á norðurhveli jarðar.
Miley og Liam hafa ekki tilkynnt að þau séu trúlofuð á ný en Miley hefur gengið með gamla trúlofunarhringinn undanfarna mánuði.