Majones er ekki bara gott í matargerðina, heldur er frábært að færa það inn í fegurðuarrútínuna þína og í neyðartilfellum.
Sjá einnig: Svona færðu mjúkt og fallegt hár
Sjá einnig: DIY: Einfaldur og náttúrulegur hármaski
1. Nærir hárið þitt
Mayonnaise er fullt af próteinum og hárið þitt þarf prótein til að vaxa og vera fallegt. Berðu smá mayonnaise í hárið á þér, greiddu í gegnum það og láttu það standa í um það bil klukkustund. Það mun smjúga inn í hárið þitt og gera það æðislega mjúkt. Gerðu þetta einu sinni í viku til að fá ótrúlega mjúkt hár.
2. Mýkir þurr naglabönd
Berðu mayo á naglaböndin og jafnvel allar hendurnar og farðu því næst í hanska. Vertu í þeim í að minnsta kosti klukkustund. Það mun mýkja naglaböndin og styrkja neglurnar.
3. Við sólbruna
Varstu of lengi úti í sólinni? Ekki örvænta því Mayonnaise mun seðja brunann að öllu leiti og mykir húðina.
4. Fjarlægir dauða húð af fótum þínum
Engum líkar við að hafa sigg og annað dautt skinn á fótum sínum. Settu Mayo á fæturna að kvöldi til, farðu í sokka yfir og sofðu með það yfir nótt.
5. Drepur lýs
Settu Mayonnaise í hárið og í alla rótina. Láttu það standa í klukkustund og lýsnar steindrepast.
Sjá einnig: DIY: Maskinn sem er að gera allt vitlaust
Hversu frábært er að geta farið í ísskápinn og náð sér í Mayonnaise í stað þess að fara út í búð og kaupa þér vörur við þessum kvillum.
Heimildir: womendailymagazine.com
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.