Rihanna er á tónleikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir. Hún var að koma fram í Dublin þegar þetta atvik átti sér stað. Hún var að flytja lag sitt sem hún söng með Eminem, Love the Way You Lie og fór að tárast í byrjun lagsins og átti erfitt með að syngja lagið til enda.
Ekki er vitað hver ástæðan fyrir tárunum var en þetta gefur okkur nýja sýn á þessa 27 ára gömlu söngkonu. Hún er vanalega svo mikill nagli en er greinilega með sína mjúku hlið eins og við hin.
Sjá einnig: Rihanna hjálpar aðdáanda sínum út úr skápnum
https://www.youtube.com/watch?v=Fxs0KbyVr1g&ps=docs