Verum falleg aðeins lengur

Margir eru að hugsa um hvað þau geta séð til þess að þau líti sem bestu út, bæði núna og í framtíðinni. Það er engin ein leið sem er fullkomin að öllu leiti fyrir alla, en við getum samt fylgt nokkrum leiðarvísum til að halda okkur sem fallegustum að innan jafnt sem að utan.

 

trh_seeking_immortality_wide-36fdad1c03f7dbe47693882ffc8fa9933ab4d0a3-s1000-c85

Sjá einnig: Reiðist þú þegar hungrið steðjar að?

Umvefðu þig fólki sem er á sömu bylgjulengd og þú

Sagt er að við líkjumst þeim fimm manneskjum sem við umgöngumst mest. Horfðu á fólkið sem er náið þér og skoðaðu hvort þau endurspegli þau gæði og þá fegurð sem þú vilt hafa í lífi þínu. Umvefðu þig síðan þeim hafa sömu sýn á lífið og þú, því það mun verða til þess þú verðir jákvæðari. Stundum gerum við hluti með fólkinu í kringum okkur af skyldurækni, jafnvel þó að það geri ekkert fyrir okkur.

Svefnmynstur

Fegurðarsvefn er ekki bara mýta. Það er mjög mikilvægt að fá reglulegan svefn til að halda orku þinni uppi, það heldur þyngd þinni í betra jafnvægi og minnkar streitu. Mælt er með því að fá að minnsta kosti  6-7 tíma svefn á hverri nóttu, svo þú fáir þá hvíldina sem þú þarft til að líða eins og þú er yngri og bætir þar með sjálfstraust. Gott er að sofa í góðu rúmi og hafa svefnmynstrið reglulegt.

Sýndu hamingjuna

Að vera hamingjusöm manneskja mun smita út frá sér og að hafa jákvætt hugarfar mun hafa áhrif á það hvernig þér líður og lítur út. Með því að einbeita sér að því að horfa á lífið björtum augum, getur orðið til þess að þú færir bros á andlit annarra. Bros gerir alla fallegri.

Sjá einnig: Hvað get ég gert sjálf/ur til að bæta svefninn?

Hugsaðu um þyngdina

Vitanlega vilja flestir halda kjörþyngd sinni og halda sér þar sem lengst. Hugsaðu um það sem þú lætur inn fyrir þínar varir og vertu viss um að þú fáir einhverja hreyfingu reglulega. Það þarf ekki að vera mikið, en það getur borgað sig þegar fram í tímann er litið. Það borgar sig ekki að fara of skart af stað, heldur reynist fólki betur að innleiða hollara líferni smátt og smátt, því meiri líkur er á því að árangurinn verði langvarandi.

Matarvenjur

Þetta atriði er eitt það mikilvægasta þegar kemur að því að halda fegurð sinni sem lengst. Hollt mataræði getur hjálpað líkamanum við að berjast gegn því sem tekur sinn toll á húð þinni.

Hugsaðu vel um húð þína og hár

Þú ættir að nota einhvers konar sólarvörn á hverjum degi og þá sérstaklega ef þú ert eitthvað úti á hverjum degi. Skrúbbaðu húð þína reglulega, því það er mikilvægt til að láta húðina ljóma. Það tefur einnig hrukkumyndum og jafnar út húðtón þinn. Raki og næring fyrir húðina er mjög mikilvæg. Það þarf heldur ekki að vera erfitt að viðhalda heilbrigðu hári. Það er miklu flottara að fara reglulega í klippingu, heldur að safna endalaust af slitnu hári.

 

Verum ung í hjarta

Ekki gleyma því að taka þér tíma í að skemmta þér og hafa gaman. Þú ættir að draga barnið sem býr innra með þér út einstaka sinnum eða þegar þér líður eins og þú ert að verða of alvarleg/ur. Opnaðu augun þín fyrir fegurðinni og spennunni í lífi þínu og hugsaðu með þér þessa spurningu : “Ef aldur væri ekki til, hversu gömul eða gamall ertu?”

 

Heimildir: Lifehack

SHARE