Patrick McDermott sem var kærasti Olivia Newton-John hvarf af fiskibát árið 2005. Talið var að hann hefði dáið en nú hefur hann komið í leitirnar og að öllum líkindum hefur hann búið í Mexíkó allan þennan tíma.
Sjá einnig: Dóttir Olivia Newton John er eins og barbídúkka
Patrick hefur unnið á nokkrum bátum og passað að stoppa ekki lengi á sama stað til þess að enginn myndi þekkja hann. Þrátt fyrir að spurst hafi til hans er ekki búið að ná honum til að ræða þetta við hann en margir sjónarvottar segjast hafa séð Patrick á ferli.