Húsráð: Fjarlægðu gyllinæðina með eplaediki

Eplaedik ætti í raun að flokkast undir eitt af undrameðulum verald. Það hefur verið notað svo áratugum skiptir við allskyns meinum og til þess að ráða bug á sýkingum og óhreinindum. Eplaedik er eitt af besta náttúrulega efninu til að meðhöndla gyllinæð. Það er bæði ódýrt og mun leysa þetta, svo algenga og stundum sársaukafulla vandamál.

Sjá einnig:Gyllinæð – einkenni, orsakir og meðferð

Hér eru fjórar aðferðir sem þú getur notað til að fjarlægja gyllinæð:

Procedure-for-the-Prolapse-of-Hemorrhoids-Animation

Sjá einnig: Hægðatregða getur verið merki um annan undirliggjandi sjúkdóm

Bómullaraðferðin

Taktu bómullarhnoðra og bleyttu upp í honum með eplaediki. Settu bómullarhnoðran beint á gyllinæðina og láttu liggja á, jafnvel yfir nótt. Sumir segja að það svíði, en ef svo er, getur þú blandað vatni við eplaedikið og þar með þynnt blönduna. Því næst skalt þú fjarlægja bómulinn og bera kókosolíu á svæðið eða aðra græðandi olíu á svæðið.

Setubað

Settu einn bolla af eplaediki í bala með vatni og sittu í því í 20 mínútur. Gerðu þetta nokkrum sinnum á dag.

Til inntöku

Þú getur einnig læknað gyllinæð með því að taka inn eplaedik. Settu eina matskeið af eplaediki út í glas af vatni og drekktu blönduna einu sinni til tvisvar á dag.

Sjá einnig: 8 ástæður fyrir því að þú ættir að eiga eplaedik

Eplaediksísmolar

Gerðu ísmola með því að blanda hálfum bolla af vatni á móti hálfum bolla af eplaediki. Settu ísmolann beint á gyllinæðina nokkrum sinnum á dag. Ísmolarnir munu minnka bólguna og verkinn sem stafar af gyllinæðinni og lækna gyllinæðina.

-Munið að þetta gerist ekki á einum degi og að þetta krefst staðfestu.

Heimildir: womendailymagazine

SHARE