Vildi fara í lýtaaðgerð 16 ára

Chloe Moretz er ein af stærstu ungstirnunum í Hollywood í dag. Hún segir frá því nýlega í tímaritinu ELLE að hún hafi ekki alltaf verið ánægð með útlit sitt og hafi verið mjög nálægt því að leggjast undir hnífinn.

Sjá einnig: Brooklyn Beckham og kærastan á rauða dreglinum

 

Chloe var aðeins 16 ára gömul þegar hún ætlaði í lýtaaðgerð en móðir hennar; Teri, hafi stigið inn í: „Þegar ég var 16 ára langaði mig í brjóstastækkun. Ég vildi láta taka undirhökuna, láta minnka á mér rassinn og allan pakkann. Þá sagði mamma mín: „Alls ekki. Ég gef þér ekki leygir til að fara í lýtaaðgerðir.“

 

Chloe segir einnig: „Já ég hef fengið mér hárlengingar. Já líkamin minn er svona af því ég æfi 7 sinnum í viku. Já ég borða hreina fæðu, jafnvel þó mig langi það alls ekki og ég svindla oft.“ Hún bætir því líka við að maður fæðist ekki alltaf nákvæmlega eins og maður vill. Stundum þarf maður að berjast fyrir hlutunum og vinna fyrir þeim. Chloe segist vilja sýna ungum konum að það er hægt að finna jafnvægi í lífinu.

 

Chloe er kærasta Brooklyn Beckham, sem er sonur Victoria Beckham og David Beckham. Hún hefur leikið í myndum á borð við  Diary of a Wimpy Kid, Kick-Ass, Let Me In, Hugo, Dark Shadows og Carrie en hún hóf leikferil sinn aðeins 7 ára gömul.

 

Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans

SHARE