Khloe Kardashian á að baki nokkur misheppnuð sambönd en er til í að breyta til í lífinu sínu. Nú hefur hún sagt frá því að hún sé alveg opin fyrir því að fara á stefnumót með konum.
Sjá einnig: Khloe sækir um skilnað enn á ný
„Khloe hefur fyllst ákveðnu vonleysi þegar kemur að karlmönnum – Hún er að reyna að finna mann sem er skemmtilegur en samt trúr og það virðist ómögulegt,“ segir heimildarmaður RadarOnline. Hann segir einnig að nú sé hún farin að eyða meiri tíma með samkynhneigðum vinum sínum og vilji láta koma í ljós hvað gerist í framhaldinu.