Selfie olnbogi er að verða mikið heilsufarsvandamál

Það er ekki nóg með að fólk er að þjást af textahnakka og að hreinlega láta lífið vegna þess að það er að taka sjálfsmyndir, heldur er fólk farið að þjást af svokölluðum sjálfsmyndarolnboga víðs vegar um heiminn. Það er komið til vegna þess að fólk beitir olnboga sínum á óvanalegan máta með það markmið að ná sem bestri sjálfsmynd. Margir hverjir gera þetta mjög oft á dag og jafnvel í langan tíma í senn í þágu þess að ná fullkomnu sjónarhorni af sjálfsmyndinni.

Sjá einnig: Þurfa ekki allir að eignast svona ,,selfiestöng“?

Þegar unga fólkið er farið að kenna til í olnbogum sínum vegna þessa þá er spurning um hvernig ástandið verður eftir þónokkur ár. Það væri kannski gott að benda á svotilgerða selfiestöng svo gerlegt er að hlífa olnbogum sínum fyrir óþarfa álagi.

1467390276-482188643

 

SHARE