Iggy Azaela með óvenjuleg skilaboð til síns fyrrverandi

Við sögðum ykkur frá því á dögunum að Iggy Azaela og Nick Young eru hætt saman. Hún sagði einnig frá því í kjölfarið af hverju þau hefðu hætt saman og ástæðan var að Nick hafði verið að halda framhjá Iggy. Hann kom með aðrar konur inn á heimili þeirra og komst Iggy að því vegna öryggismyndavéla sem staðsettar voru hér og þar um heimilið.

Það gerði svo útslagið þegar upp komst að barnsmóðir Nick, Keonna Green, er ófrísk aftur og er komin 5 mánuði á leið með barn Nick, en fyrir eiga þau 4 ára son.

Iggy var á flugvellinum L.A.X. 6. júlí og um leið og hún kom út úr vélinni var hún umkringd blaðaljósmyndurum og blaðamönnum. Þeir spurðu hana margra spurninga og hún hélt algjörlega ró sinni þangað til hún var spurð hvort hún hefði skilaboð til Nick og Keonna.

Þá gerðist þetta:

 

https://www.youtube.com/watch?v=igjx8kbPnHQ&ps=docs

SHARE