Hayden Panettiere sagði frá því í maí að hún hyggðist leita sér aðstoðar vegna fæðingarþunglyndis.
Til hennar hefur ekki sést síðan, fyrr en á mánudaginn. Þá var leikkonan á gangi í New York, með bók í hendi, að reykja sígarettu.
Það sem vakti áhuga slúðurblaðanna var þó að hún ver ekki lengur með trúlofunarhring sinn, en hún er trúlofuð Wladimir Klitschko. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2009 en hættu saman árið 2011. Þau tóku síðan aftur upp þráðinn tveimur árum seinna eða í byrjun árs 2013.