Mila Kunis er ekki hrædd við að vera náttúruleg en hún birtist á tölublaði ágústmánaðar Glamour. Það eina sem Mila var með á myndinni var serum, augnkrem og varasalvi.
Mila segist vera vön því að vera ómáluð. „Ég geng ekki með farða. Ég þvæ hárið mitt ekki á hverjum degi, en þetta er ekki partur af minni rútínu. Mér finnst flott ef konur vilja vakna 30- 40 mínútum fyrr til að setja á sig eyeliner. Mér finnst það fallegt, en ég er ekki svoleiðis manneskja.“
Sjá einnig: Mila Kunis og Ashton Kutcher eiga von á öðru barni sínu
Mila segist hata Photoshop en hún lét einn aðila heyra það eftir að hún sat fyrir á myndatöku hjá þeim: „Það var búið að vinna myndirnar svo mikið að þetta var ekki einu sinni ég lengur,“ segir Mila. Hún kvartaði og lét breyta þessu til baka.