Kílóin hrynja af Kim

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian setti sér það markmið eftir að hún eignaðist son sinn, Saint West, í desember á síðasta ári að komst niður í 55 kíló í þyngd. Hefur hún unnið stíft að þessu markmiði síðan og er dugleg að halda aðdáendum sínum upplýstum um árangurinn, en í maí var hún um 61 kíló.
Í vikunni birti hún mynd af sér á Instagram í ansi efnislitlum sundbol, sem leit út fyrir að vera nokkrum númerum of lítill á hana. Bolurinn undirstrikaði vel kvenlegar línur hennar og mittið og mjaðmirnar nutu sín nutu sín vel.

Sjá einnig: Kanye West vill að Kim Kardashian grennist meira

Kílóin virðast vera að renna af henni þessa dagana og má það væntanlega rekja til þess að hún byrjaði á Atkins-kúrnum fyrir rúmum tveimur vikum, sem snýst um að innbyrða takmarkað af kolvetnum. Þá hefur hún verið dugleg að taka brennsluæfingar undir dyggri leiðsögn einkaþjálfara síns.

Þrátt fyrir að vera á Atkins-kúrnum getur Kim leyft sér allskonar góðgæti og birtir hún gjarnan myndir af máltíðunum sínum, bæði á Snapchat og Instagram, og líta þær oft ansi vel út. Kanye West, maður hennar, er ekki á alveg jafn ströngum kúr en virðist þó vera duglegur að velja hollari valkosti þegar kemur að mat.

Kim hefur þó viðurkennt að hún eigi erfitt með að standast freistingar, séu þær fyrir framan hana. Hún þorði til að mynda ekki að taka þátt í 4. júlí hátíðahöldunum um daginn af ótta við að falla í mataræðinu.

 

Greinin birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE