White bað Carrey að fyrirgefa sér í sjálfsvígsbréfi

Cathriona White, fyrrverandi kærasta grínarans Jim Carrey, fyrirfór sér í september á síðasta ári með því taka inn of stóran skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum, skömmu eftir að þau hættu saman. Slúðurmiðillinn tmz.com hefur nú komist yfir það sem þeir segja vera afrit af sjálfsvígsbréfi White. Þar segist White ekki vera gerð til að lifa í þessum heimi og biður Carrey að fyrirgefa sér. „Síðustu þrjá daga hef ég varla trúað því að þú sért ekki hér. Ég gæti haldið áfram í ástarsorg og reynt að jafna mig. Ég gæti það. En ég hef ekki viljann í þetta skipti. Mér þykir leitt að þér fannst ég ekki vera til staðar fyrir þig. Ég reyndi að gefa þér mínar bestu hliðar,“ skrifaði hún einnig í bréfinu. Heimildamenn hafa þó sagt að þau hafi ekki verið hætt saman á þessum tíma, heldur aðeins í smá pásu frá hvort öðru.
Þá minntist hún á jarðarförina sína, sagði að Carrey væri fjölskyldan sín og að hún treysti honum fyrir því að ákveða hvernig allt ætti að vera.
Samkvæmt heimildum tmz.com hafði White áður reynt fyrirfara með því að taka lyfsseðlisskyld lyf árið 2012, í kjölfar þess að faðir hennar lést, en hún lést einmitt á þriggja ára dánardegi hans.

 

Greinin birst fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE