Brjóstvöxtur (gynecomastia) er þekkt vandamál meðal karla og er yfirleitt vegna breytinga á framleiðslu kynhormónanna testósteróns og estrógens. Brjóstastækkun getur komið fram í bara öðru brjóstinu eða báðum og stundum er hún mismikil milli brjósta. Þetta er yfirleitt hættulaust ástand og ekki er ástæða til inngripa en getur stundum fylgt óþægindi eða sársauki og tilfinningaleg vanlíðan vegna breyttrar líkamsmyndar. Oft minnka brjóstin aftur án inngripa en stundum eru notuð lyf eða aðgerð til að minnka brjóstvefinn.
Inndregin geirvarta,ójafna í húð eða mjólkurmyndun er ekki eðlileg og ber að leita til læknis með slík einkenni.
Orsök
Brjóstamyndun hjá karlmönnum orsakast af ójafnvægi á hlutfalli testósteróna og estrógenhormóna í líkamanum. Ójafnvægi verður vegna minni testósterónframleiðslu eða truflun á virkni testósteróna eða vegna aukinnar estrógenframleiðslu. Nokkrir þættir geta haft þessi áhrif á hormónajafnvægið.
- Náttúrulegt hormónaójafnvægi. Kornabörn fá gjarnan smá tímabundinn brjóstvöxt vegna estrógenáhrifa frá móður. Á unglingsárum er ekki óalgengt að brjóst stráka stækki vegna mikilla hormónasveiflna. Oftast hverfa þau á 6 til 24 mánuðum. Vegna minnkandi testósterónframleiðslu fá einn af hverjum fjórum karlmönnum yfir fimmtugt einhvern vísi að brjóstastækkun.
- Ýmis lyf trufla hormónajafnvægið. Þar eru helst lyf gegn blöðruhálskirtilsstækkun, kvíðastillandilyf eins og Valium,þríhyrningsmerkt þunglyndislyf, ýmis krabbameinslyf, hjartalyf eins og digoxin og kalsíum blokkar og anabólískir sterar.
- Ávanabindandi efni. Efnin amfetamín,marijúana,heróin,metadon og alkóhól eru öll þekkt fyrir að hafa áhrif á brjóstvöxt karla.
- Heilsufar. Ýmsir sjúkdómar og líkamlegt ástand geta truflað testósterón jafnvægið. Þar er að nefna sjúkdóma sem hafa áhrif á kynkirtla eins og Klinefelter syndrome,ýmis æxli,ofvirkur skjaldkirtill,lifrarbilun og nýrnabilun. Vannæring og jafnframt offita trufla einnig hormónabúskapinn.
- Náttúrulyf. Húð-og hárvörur sem innihalda plöntuoliu t.d. tea tree og lavander hafa verið tengdar við brjóstamyndun karla, sennilega vegna áhrifa þeirra á estrógenframleiðslu.
Meðferð
Það sem brjóstvefur er að mestu fituvefur getur hjálpað að breyta matarræði og draga úr sykur og fituneyslu. Sumum hefur tekist að minnka brjóstin með sértækum æfingum og gott að fá ráð hjá þjálfurum hvaða æfingar er bestar til þess.
Stundum er fituvefur eða kirtlar fjarlægðir með skurðaðgerð. Annars vegar með fitusogi og er þá gerður lítill skurður hliðlægt á brjóstkassa. Ef kirtilvefurinn er mjög þéttur í sér og erfitt að ná til hans með sogi , þarf að skera og fjarlægja hann þannig. Þá er skorði við geirvörtu.
Heimildir
Gynecomastia Treatment – The Best Options To Get Rid Of Gyno
http://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/gynecomastia/basics/definition/con-20028710
http://www.webmd.com/men/features/male-breast-enlargement-gynecomastia