Lamar Odom vísað frá borði

Lamar Odom (36) er ekki í góðum málum. Það eru aðeins 9 mánuðir síðan hann dó næstum því vegna fíkniefnanotkunar í Nevada og hann er ekkert að slaka á neyslunni. Núna sást til Lamar þar sem hann var í Delta Lounge í LAX, dauðadrukkinn.

0712-main-lamar-odom-clean-up-tmz-7

 

Þegar hann ætlaði svo að fara um borð í flugvélina var honum hent út aftur en hann ældi nokkrum sinnum áður en vélin tók á loft, bæði á starfsmann flugvallarins og í klósettið í flugvélinni. Lamar kom svo út af salerninu með ælu framan á sér og starfsmenn vísuðu honum út úr vélinni.

0712-sub-lamar-odom-clean-up-tmz-7

Sjá einnig: Myndi vilja taka Lamar Odom aftur

Lamar lét sér þó ekki segjast og kom aftur inn í flugvélina eftir nokkrar mínútur. Aðrir farþegar kvörtuðu og hvöttu starfsmenn til að henda honum út úr vélinni og var það á endanum gert.

Lamar var á leið til New York þegar atvikið átti sér stað.

 

SHARE