Bored Panda tók saman myndir af 12 börnum sem láta mann fá trú á mannkynið. Þau sýna öll að innst inni erum við fædd góðar sálir, þrátt fyrir hryðjuverk og skotárásir.
1. Hinn 8 ára gamli Noah kláraði Mini-þríþrautarkeppni með fötluðum bróður sínum, Lucas
2. Hugrakkur drengur hætti lífi sínu til að bjarga litlu dádýri úr flóði í Bangladesh
3. Þessi strákur safnaði 120 dollurum á einu ári. Hann vildi nota peningana til að hjálpa heimilislausum svo hann bjó til nesti handa þeim
4. Þessi 9 ára gamli drengur bjó til athvarf fyrir hunda í bílskúrnum á heimili sínu
5. Barn hjálpar kanínunni að klifra upp til vina sinna
6. Þessi 8 ára gamli drengur þurfti að þola stríðni í 2 ár, á meðan hann safnaði hári til að gefa í hárkollugerð fyrir börn með krabbamein
7. Barn þurrkar tár japansks stjórnmálamanns
8. Þessi litla 3 ára stúlka sá aðra litla stúlku sem hafði ekkert hár. Hún spurði mömmu sína af hverju hún væri ekki með hár. Mamma hennar útskýrði fyrir henni að það væri af því að litla stúlkan væri veik og lyfin sem hún þyrfti að taka, létu hana missa hárið. Litla stúlkan svaraði: „Oh, hún má fá smá af mínu hári.“
9. Þessir krakkar bundu vetrarjakka á ljósastaura svo heimilislausir gætu fengið hlýjar yfirhafnir fyrir veturinn
10. Josef Miles, 9 ára, fyllti mömmu sína stolti þegar hann gerði þetta
11. Litlar stúlkur skýla heimilislausum hundi fyrir rigningunni í Mumbai
12. Tveggja ára þríburar verða bestu vinir mannanna sem koma og taka ruslið hjá þeim
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.