Ertu enn að springa úr hamingju yfir sigri strákanna okkar á EM? Eða ertu kannski að farast úr þjóðarstolti og biluðu þakklæti yfir að vera Íslendingur núna já og finna hversu mögnuð tilfinning það er að standa svona saman og vera öll sem einn maður að styðja þá ?
Ertu til í meira???
Já það má segja að undanfarnar vikur hafi verið eitt geggjaðasta ævintýri sem við íslendingar höfum tekið þátt í og gerðum öll saman á svo fallegan og skemmtilegan hátt – bara að lífið væri nú alltaf svona.
Heldur þú að við getum sameinast aftur ?
Við vorum svo mögnuð að allur heimurinn tók eftir og dáist nú að okkur, landi og þjóð á allra handa máta. Það er alveg sama hvert við lítum það eru allir að tala um Íslendingana. Það er verið að senda okkur góða strauma úr öllum áttum og ég held að við VERÐUM að nýta okkur þennan meðbyr, kraft og hvatningu. Svona orka er svo stórfenglegt fyrirbæri, það er eins og við sitjum inní óskabrunni.
Þú hefur örugglega fundið fyrir því einhvern tímann að þegar þú varst að gera eitthvað sem fólkið í kringum þig valdi að styðja þig í, að þá var eins og allt yrði svo auðvelt og eðlilegt. Hins vegar þegar fólkið í kringum þig er ekki að styðja þig eða hvetja þá er oft eins og ekkert gangi upp.
Já einmitt því jákvæð orka hefur gríðarleg áhrif og þess vegna erum við núna líkleg til að geta gert miklu meira og miklu betur en áður ! Ég er svo hamingjusöm yfir þessu að þrátt fyrir að ég sé ekki stödd á Íslandi þá finn ég þessa ólýsanlegu orku og langar að hvert einasta manneskja geti nýtt sér þetta tækifæri, rétt eins og hvert einasta mannsbarn ýtti undir styrk og getu strákanna okkar á EM. Það er svo magnað að finna að af því að strákarnir gátu þetta…já þeir sigruðu í okkar huga þetta var svo stórkostlegt þá er auðveldara fyrir okkur að hugsa ÉG GET…. Ég get meira og eitthvað sem ég hef aldrei getað áður ! það er svo hvetjandi að sjá fólki ganga vel og sérstaklega þegar þú hefur lagt þig fram við að styðja og efla viðkomandi.
Sjálfstraustið eykst og þér finnst þú GETA ALLT !
ÓÓJÁÁ KOMA SVO og vera með – því fleiri sem verða með því magnaðra verður þetta ÆVINTÝRI sem er algjörlega FRÍTT og allir velkomnir… þú mátt sko bjóða öllum… VÁÁÁ ég er svo spennt að ég veit ekki hvar ég á að byrja en alla vegana þá er þetta fjögura vikna námskeið sem heitir #ÉG GET VERTU MEÐ! Sköpum kraftaverk!
Smelltu þér inná heimasíðuna á www.osk.is, skráðu netfangið þitt á
Fréttabréf hægra megin á síðunni.
Þú færð fyrsta póstinn með leiðbeiningum um hvernig þú getur skapað nýtt líf stútfullt af kraftaverkum og skemmtilegheitum laugardaginn 20 08 2016. Einu sinni í viku færðu póst með fróðleik og verkefni og svo færðu hvatningu daglega í þessar fjórar vikur. Þú bara græðir og græðir og verður algjörlega ósigrandi nú vinnur þú þitt EM !
Já það er ástæða fyrir því að við ætlum að byrja 20 08 mér finnst svo táknrænt að sú dagsetning er ártalið 2008 og ég sé þetta sem tryllt ferðalag frá vonleysi til SIGURS 2016. Við erum svo gjörsamlega búin að snúa við viðhorfum alheimsins á okkur Íslendingum og við erum búin að snúa við okkar eigin trú á okkur sjálfum.
Þú bara mátt ekki sleppa þessu við ætlum enn og aftur að vera ÖLL SAMAN!! svo endilega segðu öllum öllum já bókstaflega öllum vinum þínum að smella sér á póstlistann og vera með. Finnum kraftinn og sjáum hvað getur gerst ef við erum öll saman að stefna hærra lengra og á betri stað ! Höldum áfram að FAGNA lyftum upp orkunni hjá okkur öllum.
Þú þarft bara að skrá netfangið þitt á Fréttabréf inná www.osk.is og þá færðu námskeiðið sent til þín og fyrsta sendingin kemur laugardaginn 20. ágúst !! 20 08 2016 ÉG GET-VERTU MEÐ ævintýri fyrir alla Íslendinga 🙂
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir frumkvöðull og lífstílshönnuður hefur komið
víða við. Allir muna eftir Mamma mia sing-a-long í bíó eða How 2 Feel
God ævintýrinu sem mörg þúsund manns tóku þátt í aftur og aftur.
Undanfarin 10 ár hefur hún boðið uppá Orkunudd, Höfuðbeina og
spjaldhryggsmeðferðir og Heilun, kennt Happy Yoga Hugleiðslu og hina
eftirsóttu þerapíu Lærðu að elska þig.
Ósk var fyrst á Íslandi til að bjóða uppá fjarþjálfun í betri heilsu og
meiri hamingju og hefur hún hjálpað fólki að gjörbreyta lífi sínu þar
sem hún hefur einstaka hæfileika til að miðla og hvetja fólk til að láta
drauma sína rætast. Lífsmottóið er að njóta og hafa gaman að lífinu.
Nú er hún búsett í Paradísinni Balí og heldur mögnuð námskeið þar fyrir
konur, Empower women Retreat in Bali ásamt athafna-Gyðjunni Sigrúnu
Lilju. Við eigum von á henni til Íslands í mars og mun hún þá bjóða uppá fyrirlestra í fyrirtækjum, einkatíma og helgarnámskeið í Happy Yoga og
fyrir konur á uppleið.