Hvað er heymæði?
- Heymæði er langalgengasti ofnæmissjúkdómurinn.
- Vanheilsa, sem einkennist af kláða og rennsli úr augum, ásamt stífluðu nefi með vatnskenndu nefrennsli.
- Heymæði, sem er árstíðabundin, skiptist í vorheymæði, sumarheymæði og haustheymæði. Sökudólgurinn er blómafrjókorn á vorin úr ýmsum trjám, m.a. birki, og úr grasi á sumrin.
- Sumir eru með heymæði allt árið, svokallað heilsárs-rhinitis, oftast vegna ofnæmis fyrir rykmaur eða myglusveppi.
- Heymæði lætur yfirleitt á sér kræla í bernsku, og margir vaxa upp úr henni á fertugsaldri. En aðrir losna aldrei við hana, og getur hún þróast yfir í astma. Því verður að sjúkdómsgreina heymæði og fylgja viðeigandi læknismeðferð til að stuðla að sem bestum lífsgæðum.
- Sé viðkomandi með heymæði getur einnig þróast ofnæmi fyrir öðru. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir birki eru til dæmis oft einnig með ofnæmi fyrir hnetum og grænum eplum. Það er vegna þess að próteinið sem veldur ofnæminu er einnig í fyrrnefndum fæðutegundum.
Hvað veldur heymæði?
- Orsök heymæði er meðfædd tilhneiging til að bregðast heiftarlega við náttúrulegum eggjahvítuefnum í umhverfi okkar. Þetta er arfgengt.
- Þegar birkifrjó verður fyrst á vegi einstaklings með ofnæmistilhneigingu, verður hann viðkvæmur fyrir því og fer að bregðast við birkifrjói á annan hátt.
- Þessi breyttu viðbrögð valda því að ofnæmisfrumur í slímhúð ofnæmissjúklingsins munu framvegis bregðast þannig við að ef hann andar að sér birkifrjói skilja þær frá efnið histamín sem veldur heymæðinni.
Er hægt að fyrirbyggja heymæði?
- Standi til að fjölga í fjölskyldunni, á að ráðfæra sig við lækni og ræða við hann um ofnæmi og ofnæmisvarnir, ef annar eða báðir foreldrar þjást af ofnæmissjúkdómi.
- Sé vitað um ofnæmi má reyna að forðast að komast í snertingu við ofnæmisvaldinn og fá fyrirbyggjandi meðferð hjá lækni.
Hvað er til ráða?
- Ef grunur leikur á að þú eða börnin séu með heymæði, á að láta heimilislækninn vita af því. Hann getur liðsinnt viðkomandi með réttri sjúkdómsgreiningu, meðferðin ræðst mjög af því hvað veldur einkennunum.
- Ef sannarlega ofnæmi er fyrir hendi og læknismeðferð er við því, er áríðandi að sneiða hjá ofnæmisvaldinum. Ekki er ráðlegt að slá gras ef ofnæmi er fyrir grasfrjói, eða hafa þykk gólfteppi ef viðkomandi er með ofnæmi fyrir rykmaur.
- Innréttaðu heimilið með tilliti til þess að komast hjá ofnæmi það þýðir án gólfteppa og annars sem safnar ryki, viðraðu á hverjum degi, og vertu iðinn við að þrífa. Forðist loðin dýr, t.d. hunda, ketti og marsvín.
- Mörgum líður betur ef þeir skola nefið með isoton saltlausn. Hægt er að fá ýmis skoláhöld til þess í lausasölu.
Hvaða meðferð kemur til greina?
- Ef viðkomandi ert illa haldinn af heymæði sem of seint er að fyrirbyggja, þá er meðferðar þörf. Læknir getur útvegað antihistamín, sem slá á einkennin, og nefúða með bólgueyðandi hormóni sem gerir honum kleyft að lifa eðlilegu lífi.
- Ef ljóst er að heymæði verður vart á hverju ári þegar grasfrjó eru í loftinu, á að leita læknis í tæka tíð og leggja á ráðin um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá stendur til boða að fá bólgueyðandi hormón í sprautuformi.
- Til greina kemur að læknirinn leggi til svokallað vannæmi. Það þýðir að á vissu árabili fær viðkomandi, undir eftirliti, stöðugt stærri skammta af því efni sem hann hefur ofnæmi fyrir.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.