Spænski listamaðurinn Fatima Carrion Alfonso (32) er orðin þekkt fyrir að mála æðislegar myndir á óléttubumbur þar í landi. Hún hefur málað á yfir 200 bumbur og segir að hún elski að mála myndir á bumburnar á konum og sér sjálfri, þar sem hún var sjálf með eina slíka fyrir ári síðan.
Fatima hefur málað á líkama í yfir 14 ár og hefur alltaf haft dálæti af því að mála á konur sem eiga von á sér. Fólk er að koma til hennar til að þess skapa minningu og láta taka af sér meðgönguljósmyndir.
Sjá einnig: Öll meðgangan fest á filmu – Sjáðu þetta hér!
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.