Faðir Blac Chyna hefur staðfest að Blac Chyna og unnusti hennar, Rob Kardashian, eigi von á dreng. „Ég og Rob höfum alveg talað saman undir fjögur augu. Það eina sem ég get sagt er að hann er mjög spenntur fyrir því að eignast dreng,“ segir Eric Holland í Now Magazine.
Sjá einnig: Rob Kardashian og Blac Chyna með sinn eigin þátt
„Það sem skiptir dóttur mína mestu máli er að barnið sé heilbrigt. Þau hafa ákveðið nafn fyrir barnið en halda því algjörlega fyrir sig. Þau vilja bíða með að tilkynna nafnið þangað til barnið er fætt,“ segir Eric einnig.