Mikið hefur verið í umræðunni undanfarið allur sá fjöldi ferðamanna sem finnast á hverju strái Íslands um þessar mundir. Sumum finnst þessi aukna ferðamannaáskókn ívið mikil og bölva því að ekki er þverfóta fyrir túristum á götum borgarinnar. Aðrir kveinka sér yfir því að þeir séu að skapa almenna hættu á götum landsins, en margir fagna aðsókn ferðamanna og kjósa að gera meira úr því hvað þeir eru að gera fyrir efnahag landans.
Sjá einnig: Hvar megum við tjalda?
Vissulega má finna skrýtnar skrúfur í hópi þessarra ferðamanna eins og starfsmenn bílaumboðs á höfuðborgarsvæðinu komust að á dögunum og brá þeim heldur betur í brún við þá sjón sem blasti við þeim fyrir utan hýbýli þeirra einn daginn. Ferðamenn höfðu komið sér uppi tjaldi beint fyrir utan húsið og engu líkara en að þau hygðust gera sér þar búðir.
Mynd: Ína Högnadóttir
Sjá einnig: Mannaskítur vaxandi óværa á útivistarsvæðum
En við nánari skoðun, kom í ljós að um væri að ræða saklausa tjaldþurrkun og höfðu þau aðeins notað tækifærið og þurrkað tjald sitt á meðan bíll þeirra væri í viðgerð. Þessum ferðamönnum hefur eflaust ekki þótt biðin eftir bílnum vera til einskis nýt og slógu nokkrar flugur í einu höggi, með því að viðra tjaldið sitt, drekka kaffi og njóta góðs félagsskaps starfsmanna umboðsins.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.